30. jan. 2012

25 ára starfsafmæli fagnað

Fjórir starfsmenn Garðabæjar fagna 25 ára starfsafmæli sínu á þessu ári. Þeir voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu bæjarins fimmtudaginn 26. janúar.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjórir starfsmenn Garðabæjar fagna 25 ára starfsafmæli sínu á þessu ári. Þeir voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu bæjarins fimmtudaginn 26. janúar.

Starfsmennirnir eru:  Hulda Ósk Gränz, forstöðufreyja í Jónshúsi, Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri, Ágústa Kristmundsdóttir, leikskólakennari á Hæðarbóli og Gunnar Einarsson bæjarstjóri.

Boðið var til móttöku þeim til heiðurs í Hönnunarsafni Íslands þar sem þeim var afhent vegleg bókagjöf. Gítarleikararnir Aron Andri Magnússon og Davíð Þór Sigurðsson, nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar léku nokkur lög.

 

Í ávarpi bæjarstjóra kom fram að starfsmenn sem hafa starfað hjá Garðabæ í 25 ár hafi lagt mikið til samfélagsins og látið gott af sér leiða.

 

Á myndinni eru frá vinstri: Vilhjálmur Kári Haraldsson mannauðsstjóri, Gunnar Einarsson, Ágúst Kristmundsdóttir, Erla Bil Bjarnardóttir, Hulda Ósk Gränz og Guðjón E. Friðriksson bæjarritari.