1. apr. 2014

Trjágróður í Garðabæ - fræðslufundur

Fræðslufundur um umhirðu trjágróðurs og tegundaval í görðum var haldinn í gærkvöldi. Kynningarefni frá fundinum er á vef Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ
Í boði umhverfisnefndar var haldinn fræðslufundur 31. mars í Safnaðarheimilinu við Kirkjuhvol. Þar var fjallað um umhirðu trjágróðurs og tegundaval í görðum í samstarfi við Skógræktarfélag Garðabæjar.

Fyrirlesarar voru Magnús Bjarkling landlagstæknir og Baldur Gunnlaugsson skrúðgarðyrkjutæknir. Þeir eru jafnframt höfundar fræðsluefnis Gróður á lóðum sem áhugasamir geta sótt hér á vef Garðabæjar.

Kynning Magnúsar og Baldurs frá fræðslufundinum