20. jan. 2012

Leggur og skel á Kirkjubóli

Börnin á leikskólanum Kirkjubóli halda þjóðlegar hefðir í heiðri í byrjun árs og hafa undanfarnar vikur æft sig í rímnakveðskap og leikið sér með leggi og skel.
  • Séð yfir Garðabæ

Börnin á leikskólanum Kirkjubóli halda þjóðlegar hefðir í heiðri í byrjun árs og hafa undanfarnar vikur æft sig í rímnakveðskap og leikið sér með leggi og skel.

Leikfangakassi frá Þjóðminjasafninu

Leikskólinn fékk lánaðan leikfangakassa frá Þjóðminjasafninu og kenndi þar ýmissa grasa. Í honum eru fjölmörg leikföng s.s. leggir og skel, ýmis horn, tölur í bandi, trédýr og margt fleira forvitnilegt. Börnin höfðu gaman af því að skoða leikföngin og var mikil kátína ríkjandi á meðan þau grömsuðu í kassanum og léku sér með dótið á ýmsan máta. Í kassanum voru einnig gamlar ljósmyndir og fannst börnunum sniðugt að sjá að það voru líka til börn, eins og þau, í gamla daga.

 

Á vef Kirkjubóls er hægt að lesa meira um starf janúarmánaðar, skoða myndir og horfa á myndband af börnunum á Kirkjubóli að kveða rímur.