19. jan. 2012

Álagningarseðlar á vefnum

Álagningarseðlar fasteignagjalda árið 2012 eru nú aðgengilegir Garðbæingum á Mínum Garðabæ og á vefnum Ísland.is. Seðlarnir verða einnig sendir heim í pósti.
  • Séð yfir Garðabæ

Álagningarseðlar fasteignagjalda árið 2012 eru nú aðgengilegir Garðbæingum á Mínum Garðabæ og á vefnum Ísland.is. Seðlarnir verða einnig sendir heim í pósti.

 

Á Mínum Garðabæ er valinn flipi efst á síðunni sem á stendur Álagning. Þá kemur upp síða þar sem hægt er að ná í álagningarseðilinn.

 

Á vefnum Ísland.is er smellt á valkostinn Skjölin mín sem er vinstra megin á síðunni til að nálgast álagningarseðilinn.

 

Nánari upplýsingar um álagningu gjalda eru á vef Garðabæjar undir stjórnsýsla og fjármál.