Íþróttamaður Garðabæjar 2011
Þrettán íþróttamenn eru tilnefndir til íþróttamanns Garðabæjar 2011, sjö karlar og sex konur. Íbúar Garðabæjar geta tekið þátt í valinu með því að fylla út "kjörseðil" á vef Garðabæjar.
Þrettán íþróttamenn eru tilnefndir til íþróttamanns Garðabæjar 2011, sjö karlar og sex konur.
Eins og á síðasta ári verður valinn einn karlmaður og ein kona sem hljóta sæmdarheitin íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar 2011.
Íbúar Garðabæjar geta tekið þátt í valinu með því að fylla út "kjörseðil" á vef Garðabæjar.
Kosningin stendur frá fimmtudeginum 22. desember til föstudagsins 30. desember.
ÍTG mun styðjast við álit bæjarbúa við kjörið en því verður lýst við hátíðlega athöfn í sal FG þann 8. janúar.
Upplýsingar um þá sem eru tilnefndir og afrek þeirra.