13. des. 2011

Vel skreyttur Hofsstaðaskóli

Fréttamaður Mbl heimsótti Hofsstaðaskóla nú nýlega og ræddi við starfsmenn og nemendur um jólin og jólaskreytingar. Í fréttinni kemur fram að í Hofsstaðaskóla hefur sama jólaskrautið verið notað ár frá ári
  • Séð yfir Garðabæ

Fréttamaður Mbl heimsótti Hofsstaðaskóla nú nýlega og ræddi við starfsmenn og nemendur um jólin og jólaskreytingar. Í fréttinni kemur fram að í Hofsstaðaskóla hefur sama jólaskrautið verið notað ár frá ári enda er Hofsstaðaskóli grænfánaskóli og þar er nýtni og umhverfisvernd höfð að leiðarljósi.

Nemendur skólans fá engu að síður að föndra sitt eigið skraut fyrir jólin og þau hlakka til jólanna eins og fram kemur í myndbandinu.

Fréttin er á slóðinni: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/09/best_skreytti_skolinn/