18. nóv. 2011

Óbreytt útsvar á árinu 2012

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2012 frá þessu ári, þ.e. 13,66%.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2012 frá þessu ári, þ.e. 13,66%.

Útsvarshlutfallið í Garðabæ hefur á þessu ári verið lægst allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og með því lægsta sem gerist á landinu. Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar njóta Garðbæingar áfram lágrar skattheimtu á árinu 2012.

Í þessu samhengi má geta þess að í úttekt Vísbendingar frá því í haust, þar sem Garðabær var útnefnt draumasveitarfélagið, kom fram að fjölskylda með fimm milljóna króna árslaun borgar á þessu ári 41 þúsund krónum lægra útsvar í Garðabæ en t.d. í Hafnarfirði, sem jafngildir um tvö prósent hærri ráðstöfunartekjum.

Tillaga um óbreytt útsvar var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum Garðabæjar.

 

Fundargerð bæjarstjórnar frá 17. nóvember 2011.