20. okt. 2016

Áhugaverður fræðslufundur á Álftanesi

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla hélt nýlega fjölmennan fræðslufund í Bessastaðakirkju um Grím og Jakobínu Thomsen undir yfirskriftinni ,,Ymur Íslands lag".
  • Séð yfir Garðabæ

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla stendur árlega að fróðlegum haustfundum sem eru opnir almenningi.  Laugardaginn 8. október sl. hélt félagið fjölmennan fræðslufund í Bessastaðakirkju um Grím og Jakobínu Thomsen undir yfirskriftinni ,,Ymur Íslands lag". 

Dr. Erla Hulda Halldórsdóttir flutti erindið ,,Bína á Bessastöðum" og dr. Kristján Jóhann Jónsson flutti erindið ,,Grímur heimsborgarans". Sigurður Skúlason, leikari, flutti tvö kvæði eftir Grím Thomsen, ,,Landslag" og ,,Skúlaskeið".  Þátttakendum þótti vel hafa til tekist og augljóst að
margir hafa áhuga á sögulegum fróðleik tengdum Bessastaðaskóla.

Á meðfylgjandi mynd með frétt, frá vinstri:
Flytjendur erinda og stjórn FÁUSB Ólafur Proppé, Þorsteinn Hannesson, Erla Hulda Halldórsdóttir, Ásdís Bragadóttir, Sigurður Skúlason, Kristján Jóhann Jónsson, Eiríkur Ágúst Guðjónsson.