18. nóv. 2011

Kynningarfundur um skipulag Túna

Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi í Túnum, sem nú er í forkynningu, verður haldinn mánudaginn 21. nóv. kl. 17.15
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær auglýsir nú forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Silfurtúns. Svæðið sem skipulagið nær til eru göturnar Hörgatún að austanverðu, Aratún, Faxatún og Goðatún. Einnig lóðir skátaheimilisins Jötunheima, leikskólans Bæjarbóls og græna svæðið milli Silfurtúns og Mýra.

Kynningarfundur um tillöguna verður haldinn í Flataskóla mánudaginn 21.nóvember klukkan 17.15. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Forkynning stendur yfir til 12. desember 2011.

Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar til 12. desember 2011.