11. nóv. 2011

Sannkölluð menningarveisla

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin í tíunda sinn fimmtudagskvöldið 10. nóvember sl. Að þessu sinni var það hinn landskunni Bubbi Morthens sem steig á svið á Garðatorgi með kassagítarinn sinn. Einnig var opið hús í sal myndlistarmanna í Grósku á Garðatorgi þar sem hægt var að skoða málverkasýningu.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin í tíunda sinn fimmtudagskvöldið 10. nóvember sl.  Að þessu sinni var það hinn landskunni Bubbi Morthens sem steig á svið á Garðatorgi með kassagítarinn sinn. Bubbi flutti gamalkunn og þekkt lög í bland við ný og spjallaði við tónleikagesti á milli laga. Garðbæingar fjölmenntu á torgið þetta kvöld og nutu þess að hlýða á fagra tóna Bubba og hitta vini og kunningja.

 

Einnig var opið hús í sal myndlistarmanna í Grósku á Garðatorgi þar sem hægt var að skoða málverkasýningu.  Gestir og gangandi gátu einnig heimsótt vinnustofur listamanna og kíkt inn í búðir á torginu sem margar hverjar voru opnar í tilefni kvöldsins.