4. nóv. 2011

Tónlistarveisla framundan

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar verður haldin að kvöldi til fimmtudaginn 10. nóvember nk. í göngugötunni á Garðatorgi. Í tónlistarveislu ársins stígur Bubbi Morthens á svið með kassagítarinn sinn og skemmtir gestum og gangandi.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu  á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar verður haldin að kvöldi til fimmtudaginn 10. nóvember nk. í göngugötunni á Garðatorgi.   Í tónlistarveislu ársins stígur Bubbi Morthens á svið með kassagítarinn sinn og skemmtir gestum og gangandi. 

 

Þetta er í tíunda sinn sem tónlistarveislan er haldin á Garðatorgi og Garðbæingar sem og aðrir tónlistarunnendur hafa kunnað vel að meta og fjölmennt á torgið. Að venju verður reynt að skapa skemmtilega kaffihúsastemningu,  borðum og stólum raðað upp á torginu og gestir geta keypt sér veitingar frá kl. 20.30. Tónleikarnir standa í rúma klukkustund án hlés frá kl. 21. 

 

Sama kvöld verður einnig opið hús í sal Grósku á Garðatorgi þar sem gestir og gangandi geta skoðað myndlist frá kl. 19-23, allir velkomnir.  Innangengt er í Gróskusalinn frá göngugötunni á Garðatorgi (gamla Betrunarhúsið). Auk þess eru  listamenn með opnar vinnustofur og einnig eru ýmsar verslanir á torginu opnar þetta kvöld.

Sjá einnig upplýsingar um tónlistarveisluna hér í dagbókinni á heimasíðunni.