4. nóv. 2011

Hæfileikaríkir nemar í Hofsstaðaskóla

Fjölgreindaleikar voru haldnir í Hofsstaðaskóla í vikunni. Hefðbundið skólastarf var leyst upp og nemendur skólans unnu saman að fjölbreyttum verkefnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölgreindaleikar voru haldnir í Hofsstaðaskóla í vikunni. Hefðbundið skólastarf var leyst upp og nemendur skólans unnu saman að fjölbreyttum verkefnum.

Tókust á við fjölbreytt verkefni

Á fjölgreindarleikum er nemendum er skipt upp í 34 hópa. Í hverjum hóp voru 13 nemendur og voru elstu nemendurnir fyrirliðar. Hver hópur þurfti að takast á við 34 mjög fjölbreytt verkefni þar sem reynir á ólíka færni og greind. Hóparnir fengu síðan stig eftir hverja þraut, bæði fyrir frammistöðu og framkomu sinna liðsmanna. 

Skrautlegir starfsmenn

Starfsmenn skólans settu skemmtilegan svip á leikana en þeir mættu flestir í skrautlegum búningum og skemmtu sér ekki síður en börnin. Leikarnir þóttu takast sérstaklega vel og leiða í ljós ýmsa dulda hæfileika sem ekki reynir á dags daglega.

Á leikunum er fjölgreindakenning Howard Gardners höfð að leiðarljósi. Markmið leikanna er m.a. að allir fái að njóta sín með einhverjum hætti og efla kynni við aðra í skólanum í leiðinni.

 

Frá fjölgreindarleikum Hofsstaðaskóla 2011

Starfsmenn skólans voru óvenju skrautlegir þá daga sem fjölgreindarleikarnir stóðu yfir.