7. okt. 2011

Skemmtileg hljóðfærasmiðja

Á haustönn hefur elstu börnum leikskóla og yngstu börnum grunnskóla ásamt kennurum verið boðið að koma og taka þátt í listasmiðju undir leiðsögn tónlistarkennaranna Hjartar B. Hjartarsonar og Pamelu De Sensi þar sem búin verða til hljóðfæri úr ýmsum efnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Á haustönn hefur elstu börnum leikskóla og yngstu börnum grunnskóla ásamt kennurum verið boðið að koma og taka þátt í listasmiðju undir leiðsögn tónlistarkennaranna Hjartar B. Hjartarsonar og Pamelu De Sensi þar sem búin verða til hljóðfæri úr ýmsum efnum. Hljóðfærasmiðjan hefur farið vel af stað og nú þegar eru flest allir leikskólar búnir að koma og taka þátt og næstu vikur koma hópar úr grunnskólunum í smiðjuna.  Nemendur vinna svo áfram með hljóðfærin í skólunum og hugmyndin er að útbúa tónverk sem hægt er að spila á Listadögum barna og ungmenna vorið 2012.

 

Smiðjan er haldin í húsnæði Hönnunarsafns Íslands á Garðatorgi á vegum fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og er hluti af verkefninu HljómList sem er undanfari Listadaga barna og ungmenna 2012. Verkefnið HljómList hlaut styrk úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og markmið þess er að efla nýsköpun og skapandi námsumhverfi barna í leik- og grunnskólum í Garðabæ veturinn 2011-2012.


Athugað hvort hljóðið berist ekki alla leið


Blásið af fullum krafti í nýju blásturshljóðfærin.


Beðið stillt í röð í Hönnunarsafninu áður en haldið er í hljóðfærasmiðjuna.


Hristurnar prófaðar