28. sep. 2011

Tónlist og hreyfing

Þriðjudaginn 27. september hélt Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari námskeið í fyrirlestrasal að Garðatorgi fyrir dagforeldra í Garðabæ. Elfa Lilja kynnti hugmyndir að leiðum til að vinna tónlist og hreyfingu með ungum börnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðjudaginn 27. september hélt Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari námskeið í fyrirlestrasal að Garðatorgi fyrir dagforeldra í Garðabæ.  Elfa Lilja kynnti hugmyndir að leiðum til að vinna tónlist og hreyfingu með ungum börnum. Kennslan fór fram með virkri þátttöku þátttakenda, þeir sungu, dönsuðu, léku sér og söfnuðu hugmyndum til að nýta í daglegu starfi með börnum.  Námskeiðið var haldið í samvinnu við Seltjarnarnes, Akraneskaupstað og Mosfellsbæ á vegum daggæslufulltrúa sveitarfélaganna.