22. sep. 2011

Heimsóttu bæjarstjóra

Elstu börnin á leikskólanum Hæðarbóli komu í heimsókn á bæjarskrifstofurnar fimmtudaginn 22. september. Þar tók á móti þeim Gunnar Einarsson bæjarstjóri sem bauð þeim til skrafs og ráðagerðar inni á skrifstofu sinni. Börnin komu vel undirbúin með margar spurningar sem þau lögðu fyrir bæjarstjórann.
  • Séð yfir Garðabæ

Elstu börnin á leikskólanum Hæðarbóli komu í heimsókn á bæjarskrifstofurnar fimmtudaginn 22. september.  Þar tók á móti þeim Gunnar Einarsson bæjarstjóri sem bauð þeim til skrafs og ráðagerðar inni á skrifstofu sinni.  Börnin hafa undanfarna daga verið að læra margt um bæinn sinn og heimsóknin var hluti af þeirri fræðslu.

 

Börnin komu vel undirbúin með margar spurningar sem þau lögðu fyrir bæjarstjórann.  Meðal annars var spurt um hvort bæjarstjóra þætti gaman í vinnunni sinni, af hverju nammi væri óhollt, hvort að þau gætu fengið skip á leikskólalóðina, hvort að það væri hægt að læra að verða vísindamaður í Garðabæ og hvort það ætti ekki að setja upp skilti til að merkja bæinn. Bæjarstjóri reyndi eftir bestu getu að svara spurningunum og spurði þau álits um hvernig skilti væri flott að setja upp. Að lokum sungu börnin haustvísu fyrir bæjarstjóra og svo fengu þau að prófa að setjast í bæjarstjórastólinn og fóru í skoðunarferð um skrifstofurnar.


Rýnt í teikningar og spáð og spekúlerað.


Gaman að prófa bæjarstjórastólinn!


Gunnar Einarsson bæjarstjóri ásamt fríðum hópi barna af Hæðarbóli.