19. sep. 2011

Fræðsla á starfsdegi

Á starfsdegi kennara í leik- og grunnskólum Garðabæjar þann 16. september sl. var boðið upp á fjölbreytt námskeið. Meðal námskeiða sem í boði voru var heimspekinámskeið sem var afskaplega vel sótt. Heimspekinámskeiðið var haldið í húsnæði Garðaskóla.
  • Séð yfir Garðabæ

Á starfsdegi kennara í leik- og grunnskólum Garðabæjar þann 16. september sl. var boðið upp á fjölbreytt námskeið.  Meðal námskeiða sem í boði voru var heimspekinámskeið sem var afskaplega vel sótt. Heimspekinámskeiðið var haldið í húsnæði Garðaskóla. Tilgangur námskeiðsins var að kynna heimspekilega samræðu sem kennsluaðferð.  Ármann Halldórsson heimpspekikennari stýrði samræðunni á námskeiðinu. Námskeiðið var inngangur að þróunarverkefni sem leik- og grunnskólakennurum í Garðabæ gefst kostur á að taka þátt í skólaárið 2011-2012. 

 

Námskeið um hráefnaval og matseðla

Einnig var haldið sérstakt námskeið um hráefnaval og matseðla fyrir leikskólaeldhús fyrir matráða og aðstoðarmenn á leikskólum.  Á námskeiðinu hélt Elva Gísladóttir næringarfræðingur fyrirlestur þar sem fjallað var um samsetningu matseðla leikskóla og næringarinnihald.  Þátttakendur fengu einnig tækifæri til að ræða saman og bera saman bækur sínar.

 

Frumkvöðlamennt og nýsköpun

Á Garðatorgi var haldin námsstefna í nýsköpun og frumkvöðlamennt undir leiðsögn dr. Rósu Gunnarsdóttur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Sjá frétt hér.