21. ágú. 2011

Verkfalli leikskólakennara aflýst

Boðuðu verkfalli Félags leikskólakennara sem átti að hefjast mánudaginn 22. ágúst hefur því verið aflýst. Allir leikskólar í Garðabæ verða opnir.
  • Séð yfir Garðabæ

Félag leikskólakennara og Samband íslenskra
sveitarfélaga hafa undirritað nýjan kjarasamning.

Samningurinn felur m.a. í sér leiðréttingu launa leikskólakennara til samræmis við laun viðmiðunarstétta, sem gerð verður í skrefum og báðir aðilar sætta sig við.

 

Boðuðu verkfalli Félags leikskólakennara sem átti að hefjast mánudaginn 22. ágúst hefur því verið aflýst.

 

Með samningnum hafa deiluaðilar komið í veg fyrir gífurlega röskun á daglegt líf í landinu.  Ástæða er til að þakka báðum aðilum fyrir að hafa náð niðurstöðu í málinu og afstýra þannig verkfalli.

 

Allir leikskólar í Garðabæ verða opnir á morgun (mánudag).