19. ágú. 2011

Skólamálsverðir í grunnskólum

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar þriðjudaginn 16. ágúst sl. var samþykkt að taka tilboði Skólamatar ehf. í framleiðslu og framreiðslu á mat í grunnskólum Garðabæjar. Frá því að tilboði er tekið þurfa
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar þriðjudaginn 16. ágúst sl. var samþykkt að taka tilboði Skólamatar ehf. í framleiðslu og framreiðslu á mat í grunnskólum Garðabæjar.  Frá því að tilboði er tekið þurfa skv. lögum  að líða 10 dagar þar til hægt er að ganga frá samningi við fyrirtækið.  Þar af leiðandi verður ekki hægt að taka á móti áskrift skólabarna í skólamat fyrr en í lok ágústmánaðar. 


Fyrstu skóladagana þurfa börnin því  að koma með nesti að heiman.  Tilkynningar um hvenær hægt verði að taka á móti börnum í áskrift að skólamat verða settar á heimasíður skólanna og foreldrar fá einnig sendar tilkynningar um það í gegnum Mentor kerfið.