14. mar. 2014

Sumarstörf 2014

Opnað verður fyrir umsóknir um sumarstarf hjá Garðabæ síðdegis föstudaginn 14. mars. Í boði eru fjölbreytt störf fyrir ungmenni frá 17 ára aldri.
  • Séð yfir Garðabæ

Opnað verður fyrir umsóknir um sumarstarf hjá Garðabæ seinnipart föstudags 14. mars. Í boði eru fjölbreytt störf fyrir ungmenni frá 17 ára aldri. Verið er að taka í notkun nýjan ráðningarvef hjá Garðabæ og verða sumarstörfin fyrstu störfin sem fara í gegnum þann vef.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Allir sem eiga lögheimili í Garðabæ og sækja um á réttum tíma fá tilboð um starf líkt og undanfarin ár.