27. júl. 2011

Lokahátíð skapandi sumarhópa

Skapandi sumarhópar Garðabæjar halda lokahátíð sumarsins á Garðatorgi fimmtudaginn 28. júlí kl. 16-19.
  • Séð yfir Garðabæ

Skapandi sumarhópar Garðabæjar halda lokahátíð sumarsins á Garðatorgi fimmtudaginn 28. júlí kl. 16-19. 

Á hátíðinni sýna meðlimir hópanna afrakstur sumarsins en þar verða m.a. tónlistaratriði, myndlist, hönnun og ljósmyndir. Einnig verður markaður á torginu á þessum tíma sem allir geta tekið þátt í. Nánari upplýsingar eru á fésbókarsíðu hópsins.

Nýttu frelsið vel

Hóparnir eru hluti af sumarstarfi ungmenna í Garðabæ en í þeim voru í sumar 23 einstaklingar auk tveggja flokkstjóra sem hafa nýtt sumarið vel til að sinna sköpun og listum. Vinna hópanna var ólík vinnu annarra vinnuhópa að því leyti að hluti vinnutímans, þrír tímar á dag, var frjáls, og máttu ungmennin skila þeim stundum þegar þeim hentaði og vinna þar sem þeir höfðu aðstöðu. Hver hópur þurfti síðan að skýrslu til flokkstjóra vikulega með nákvæmri útlistun á því hvernig, hvar og hvenær tímanum var eytt. Í skýrslu flokkstjóra um starfið kemur fram að allir skiluðu sinni vinnuskyldu og vel það. T.d. var tímafjöldi flestra í tónlistarhóp næstum tvöfaldur miðað við vinnuskyldu en hóparnir vörðu miklum tíma í hljóðveri og í æfingaraðstöðu sinni í Garðalundi. Í skýrslunni segir "þessi metnaður fyrir verkefnunum í skapandi starfinu var einkennandi fyrir allan hópinn og það er vel".

 

Í skapandi hópum sumarsins voru:

 

Andrea Bjarnadóttir - dans og heimildarmynd
Anna Gréta Sigurðardóttir – tónlist
Anna Katrín Einarsdóttir – myndlist og ljóðlist
Aron Örn Óskarsson – tónlist
Ásta Katrín Viggósdóttir – myndlist og ljósmyndun
Daníel Jón Jónsson – tónlist
Eyrún Engilbertsdóttir – tónlist
Helgi Kristjánsson – tónlist
Hilmir Örn Hilmisson – myndlist og teikning
Hjörvar Hans Bragason – tónlist
Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir – ljósmyndun og vídeóverk
Jón Rúnar Ingimarsson – tónlist
Katla Mist Brynjarsdóttir – fatahönnun, textíl
Katrín Björk Gunnarsdóttir - dans og heimildarmynd
Klara Sól Ágústsdóttir – fatahönnun, textíl
Kolfinna Lína Kristínardóttir – fatahönnun, textíl
Nína Björg Arnarsdóttir – dans og heimildarmynd
Ragnar Már Jónsson – tónlist, upptökustjórn
Rebekka Bjarnadóttir – dans og heimildarmynd
Rebekka Jenný Reynisdóttir – ljóðlist og myndlist
Steinn Vignir Kristjánsson – ljósmyndun
Þorgrímur Þorsteinsson – tónlist
Þóra Sayaka Magnúsdóttir – myndlist og textíl