27. júl. 2011

17 ára fá fjóra auka vinnudaga

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 19. júlí sl. að lengja sumarvinnu 17 ára unglinga um fjóra daga.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 19. júlí sl. að lengja sumarvinnu 17 ára unglinga um fjóra daga.

Bæjarstjórn ákvað í vor að veita öllum sem sóttu um sumarstarf vinnu í 8 vikur til að bregðast við erfiðu atvinnuástandi. Flestir eru að ljúka störfum í þessari viku eða næstu.

Alls voru 400 ungmenni í vinnu hjá bænum í sumar. Af þeim tóku ríflega 200, þátt í svokölluðu skógræktarátaki, aðrir hafa í sumar starfað hjá félagasamtökum í bænum, í stofnunum bæjarins, í garðyrkjudeildinni og víðar.