13. júl. 2011

1500. fundur bæjarráðs

1500. fundur bæjarráðs Garðabæjar var haldinn að morgni til þriðjudaginn 12. júlí sl. Á þessu ári eru 35 ár frá því að Garðabær fékk kaupstarréttindi árið 1976. Fyrsti fundur bæjarráðs Garðabæjar var haldinn 3. júlí árið 1979.
  • Séð yfir Garðabæ

1500. fundur bæjarráðs Garðabæjar var haldinn að morgni til þriðjudaginn 12. júlí sl. Á þessu ári eru 35 ár frá því að Garðabær fékk kaupstarréttindi árið 1976.  Fyrsti fundur bæjarráðs Garðabæjar var haldinn 3. júlí árið 1979. Bæjarráð Garðabæjar fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn bæjarins. Fundir bæjarráðs eru haldnir reglulega á þriðjudögum og fundargerðir bæjarráðsins eru birtar á heimasíðu Garðabæjar.

 

Á myndinni frá vinstri eru: Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Ragný Þóra Guðjohnsen bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í sumarleyfi bæjarstjórnar, Steinþór Einarsson bæjarfulltrúi, Stefán Snær Konráðsson bæjarfulltrúi, Páll Hilmarsson bæjarfulltrúi, Guðjón E. Friðriksson bæjarritari og Bergljót Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri.