5. júl. 2011

Hjúkrunarheimili í byggingu

Mánudaginn 4. júlí var undirritaður verksamningur á milli Garðabæjar og Arcus ehf. um uppsteypu og frágangi utanhúss á hjúkrunarheimili sem er í byggingu í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Verkið nær til þess að gera húsið fullfrágengið að utan og tilbúið fyrir innréttingu að innan.
  • Séð yfir Garðabæ

Mánudaginn 4. júlí var undirritaður verksamningur á milli Garðabæjar og Arcus ehf. um uppsteypu og frágangi utanhúss á hjúkrunarheimili sem er í byggingu í Sjálandshverfinu í Garðabæ.  Verkið nær til þess að gera húsið fullfrágengið að utan og tilbúið fyrir innréttingu að innan.

Rými fyrir 60 heimilismenn auk þjónustusels

Í lok mars á þessu ári var fyrsta skóflustungan tekin að hjúkrunarheimilinu í Garðabæ sem verður  fyrir 60 heimilismenn og er hannað eftir hönnunarviðmiði velferðarráðuneytisins sem m.a. gerir ráð fyrir einbýlum.  Heildarstærð hjúkrunarheimilisins er um 4500 m2 og þar að auki verður byggt þjónustusel fyrir aldraðra þar sem m.a. verður rými fyrir iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun,  dagdvöl, fótsnyrtingu og hárgreiðslu.  Stærð þjónustuselsins er um 1531 m2.  Heildarkostnaður við bygginguna sem verður í heild um 6.031 m2 að stærð er áætlaður um 2.040 milljónir króna.

 

Verkinu er skipt upp í nokkra áfanga og í fyrsta hluta var boðin út jarðvinna sem fór fram í apríl og maí  en nú hefjast framkvæmdir við uppsteypu og frágang utanhúss.  Síðar á þessu ári er ráðgert að bjóða út innréttingu hússins og lóðarfrágang.  Hjúkrunarheimilið sem er í byggingu verður tilbúið í lok ársins 2012 og gert ráð fyrir að rekstur hefjist í húsinu í byrjun árs 2013.


Við undirritun verksamnings um uppsteypu og frágang utanhúss.
Frá vinstri:
Samúel Guðmundsson f.h. THG arkitekta sem sjá um verkefnisstjórn,
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar,
Þorvaldur Gissurarson f.h. Arcus ehf.
og Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur Garðabæjar.