1. júl. 2011

Snyrtilegar lóðir

Umhverfisnefnd hyggst veita viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækja og einnig fyrir opin svæði 2011. Óskar nefndin eftir ábendingum þar að lútandi og þurfa þær að berast fyrir 12. júlí
  • Séð yfir Garðabæ

Umhverfisnefnd hyggst veita viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækja og einnig fyrir opin svæði 2011. Einnig er valin snyrtilegasta gatan í bænum og sett upp viðurkenningarskilti við götuna af því tilefni.

 

Óskar nefndin eftir ábendingum þar að lútandi og þurfa þær að berast fyrir 12. júlí til garðyrkjustjóra, Lyngási 18 í síma 525 8580, netfang: erlabil@gardabaer.is. Einnig á eyðublöðum sem liggja frammi á bæjarskrifstofum, Garðatorgi 7.

 

Í fyrra hlutu eftirfarandi lóðir einstaklinga viðurkenningar við Blikanes 13, Boðahlein 25, Holtsbúð 39 og Lindarflöt 1. Snyrtilegasta gatan var valin Arnarás.  Einnig fengu fleiri aðilar viðurkenningar.  Sjá frétt um viðurkenningar frá því í fyrra.