Dansandi leikskólabörn
Þriðjudaginn 28. júní hélt Skapandi sumarhópur á vegum Garðabæjar litla leikskólahátíð fyrir elstu börnin á leikskólum í Garðabæ. Undanfarnar tvær vikur hafa nokkrar stelpur úr Skapandi sumarhópunum farið á leikskóla í bænum þar sem þau hafa kennt elstu börnunum einn sumardans.
Þriðjudaginn 28. júní hélt Skapandi sumarhópur á vegum Garðabæjar litla leikskólahátíð fyrir elstu börnin á leikskólum í Garðabæ. Hátíðin var haldin innandyra að Garðatorgi 1 þar sem Skapandi sumarhópar hafa bækistöðvar í sumar.
Undanfarnar tvær vikur hafa nokkrar stelpur úr Skapandi sumarhópunum farið á leikskóla í bænum þar sem þau hafa kennt elstu börnunum einn sumardans. Á leikskólahátíðinni á Garðatorgi var dansinn stiginn í sameiningu. Að því loknu fengu börnin að búa til listaverk, fara í leiki o.fl. Mikið fjör var á torginu og allir skemmtu sér vel.
Skapandi sumarhóparnir eru með mjög skemmtilega face-book síðu þar sem sagt er frá starfinu þeirra og þar má sjá fleiri myndir frá leikskólahátíðinni í dag.