28. jún. 2011

Afmæli Jóns Sigurðssonar

Þann 17. júní 2011 voru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta og af því tilefni var lagður blómsveigur við minnismerki hans í Sjálandshverfinu í Garðabæ að morgni til á þjóðhátíðardaginn. Það voru þau Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar og Gunnar Einarsson bæjarstjóri
  • Séð yfir Garðabæ

Þann 17. júní 2011 voru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta og af því tilefni var lagður blómsveigur við minnismerki hans í Sjálandshverfinu í Garðabæ að morgni til á þjóðhátíðardaginn. Það voru þau Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sem lögðu blómsveiginn að minnismerkinu sem er staðsett í garðinum fyrir utan félagsmiðstöðina Jónshús í Sjálandinu.


Íbúar í Sjálandinu fylgdust með athöfninni þann 17. júní sl.

 

Einnig er orðin hefð fyrir því að börn úr leikskólanum Sjálandi heiðri minningu Jóns með því að fara í skrúðgöngu frá leikskólanum að minnismerkinu þar sem eldri borgarar taka á móti þeim. Skrúðgangan í ár var farin þann 16. júní sl. og börn og foreldrar þeirra fjölmenntu í hana. Börnin sungu nokkur lög við þetta tækifæri og héldu svo heim á leið í leikskólann þar sem þau léku sér í garðinum.