16. jún. 2011

Skátafélagið Vífill á réttri leið

Skátafélagið Vífill tók í gær á móti viðurkenningu sem skátafélag "Á réttri leið" frá Bandalagi íslenskra skáta, í annað sinn. Vð sama tækifæri var undirritaður samningur á milli Vífils og Garðabæjar um framkvæmd skátastarfs í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Skátafélagið Vífill tók í gær á móti viðurkenningu sem skátafélag "Á réttri leið" frá Bandalagi íslenskra skáta, í annað sinn. Við sama tækifæri var undirritaður samningur á milli Vífils og Garðabæjar um framkvæmd skátastarfs í Garðabæ.

Með afhendingu viðurkenningarinnar fékk Vífill endurnýjun á gæðavottun starfsins samkvæmt gæðahandbókinni "Á réttri leið" frá Bandalagi ísl. skáta. Það var skátahöfðingi Íslands Bragi Björnsson sem afhenti viðurkenninguna. Vífill var fyrsta félagið til að fá þessa gæðavottun á starfið árið 2006 og er nú fyrsta félagið til að fá þessa viðurkenningu endurnýjaða. Til að hljóta viðurkenninguna þurfa skátafélög að uppfylla tilteknar gæðakröfur sem ná m.a. til skipulags og starfs félagsins, fjármála, fræðslumála og fleiri þátta.

Samningur um skátastarf

Við sama tækifæri var skrifað undir nýjan samning Vífils og Garðabæjar um framkvæmd skátastarfs í Garðabæ. Samkvæmt honum greiðir Garðabær styrki til félagsins, þ.e. rekstrarstyrk, styrk vegna sumarnámskeiða og greiðslu vegna hátíðarhalda 17. júní.  Á móti skuldbindur félagið sig til að uppfylla kröfur um gæði starfsins, þ.m.t. um þekkingu og menntun leiðbeinenda, áætlanagerð og stefnumörkun í skátastarfinu.

 

Á myndinni hér fyrir ofan sjást skrifa undir samninginn: Sigurður Guðmundsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils og Guðmundur Finnbogason, aðstoðar félagsforingi Vífils.

Bragi Björnsson skátahöfðingi Íslands og Hafdís Bára Kristmundsdóttir félagsforingi Vífils með viðurkenningarskjalið

Bragi Björnsson, skátahöfðingi Íslands og Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils með viðurkenninguna.

Félagsforingjar og sveitarforingjar með viðurkenningarskjalið

Félagsforingjar og sveitarforingjar með viðurkenningarskjalið