16. jún. 2011

Gaman í vinnuskólanum

Vinnuskóli Garðabæjar hófst 9. júní sl. Um 350 krakkar skráðu sig og fengu allir vinnu sem vildu
  • Séð yfir Garðabæ

Vinnuskóli Garðabæjar hófst 9. júní sl. Um 350 krakkar skráðu sig og fengu allir vinnu sem vildu. Það er mjög gaman hjá unglingunum í vinnuskólanum og flokkstjórarnir 17 fylgjast með hópunum og hafa gaman af líka.

Fjölbreytt verkefni

Starfið hefur farið mjög vel af stað þetta sumarið. Unglingarnir í Garðabæ vinna að alls kyns verkefnum, þar helst má nefna að snyrta til í beðum og raka grasfleti. Þeir sem ekki vinna við garðyrkjustörf vinna innanhúss eða hjá félagasamtökum að ýmsum öðrum verkefnum.

Þjóðhátíðin undirbúin

Þessa dagana einbeita unglingar bæjarins sér að því að taka til og gera fínt fyrir 17. júní þar sem margir verða á ferðinni í bænum þann dag. Krakkarnir vinna 5,5 klst á dag nema á föstudögum, þá vinna þeir í 3,5 klst.

Garðabær mun líta frábærlega út 17. júní. Flokkstjórarnir eru frábærir og þeir hjálpa unglingunum að vinna verkefnin sín vel og efla þá í því sem þeir eru góðir í. Vinnuskólinn verður starfandi út júlímánuð.


 

Greinina skrifaði: Rakel Rós, fædd 1996, sem starfar á skrifstofu Vinnuskólans í sumar.