3. jún. 2011

Sumarfólk komið til starfa

Rúmlega 400 ungmenni hófu störf hjá Garðabæ í dag 3. júní en þau munu vinna við ólík störf bæði úti og inni nú í sumar.
  • Séð yfir Garðabæ

Rúmlega 400 ungmenni hófu störf hjá Garðabæ í dag 3. júní en þau munu vinna við ólík störf bæði úti og inni nú í sumar. Flestir, eða ríflega 200, taka þátt í svokölluðu skógræktarátaki en þeir starfa á útivistar- og náttúrusvæðum bæjarins við fjölbreytt störf s.s. ruslatínslu, lagningu nýrra útivistarstíga og lagfæringu eldri stíga á útivistarsvæðum ofan byggðar, einnig verður farið í átak í heftingu útbreiðslu lúpínu og kerfils.

 

Aðrir starfa hjá félagasamtökum í bænum, í stofnunum bæjarins, í garðyrkjudeildinni og víðar.

 

Bæjarstjórn Garðabæjar ákvað að veita öllum sem sóttu um sumarstarf vinnu í 8 vikur. Flestir hófu störf í dag en aðrir koma til starfa á næstu dögum og vikum.

 

Sumarfólkið er allt boðið velkomið til starfa.