1. jún. 2011

Kvennahlaupið haldið í 22. sinn

Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 22. sinn laugardaginn 4. júní nk. Sem fyrr eru höfuðstöðvar hlaupsins í Garðabæ enda á hlaupið upphaf sitt þar. Hlaupið hefst klukkan 14.00 en dagskrá hefst á Garðatorgi kl. 13.30.
  • Séð yfir Garðabæ

Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 22. sinn laugardaginn 4. júní nk. Sem fyrr eru höfuðstöðvar hlaupsins í Garðabæ enda á hlaupið upphaf sitt þar. Hlaupið hefst klukkan 14.00 en dagskrá hefst á Garðatorgi kl. 13.30.

Kvennahlaupið er einn stærsti viðburður ársins í Garðabæ og er fyrir löngu orðinn einn vinsælasti almenningsíþróttaviðburður á landinu. Íslendingar sem búa erlendis hafa einnig hlaupið kvennahlaup og hefur því þessi Garðabæjarviðburður teygt anga sína ekki bara um Ísland heldur víða um heiminn.

Til að styðja betur við markmið hlaupsins um að hvetja konur til að stunda íþróttir úthlutar Garðabær við upphaf kvennahlaupsins ár hvert styrkjum úr 19. júní sjóði til verkefna sem efla íþróttir kvenna og/eða hvetja konur til þátttöku í íþróttum.

Þrjár hlaupaleiðir

Í Garðabæ verða, líkt og áður, þrjár hlaupaleiðir sem ættu að henta flestum, bæði þeim sem vilja keppa við sjálfa sig og klukkuna og líka þeim sem vilja fyrst og fremst njóta félagsskaparins og þess góða anda sem kvennahlaupið ber með sér.

Kort sem sýnir hlaupaleiðirnar í Garðabæ.

Hreyfing allt lífið

Þema hlaupsins í ár er Hreyfing allt lífið. Með því vill ÍSÍ leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar fyrir fólk á öllum aldri sem á sérlega vel við um kvennahlaupið enda koma þar saman konur á öllum aldri. Á hverju ári vekur ÍSÍ athygli á starfsemi félaga sem vinna gott starf í þágu kvenna. Í ár er kastljósinu beint að Styrktarfélaginu Líf, sem vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans.

Nánari upplýsingar um Kvennahlaupið eru á vef Sjóvá.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ 4. júní 2010


HREYFING ALLT LÍFIÐ

Dagskrá á Garðatorgi:

kl. 13.30 Dagskrá hefst
kl. 13.35 Upphitun, fyrri hluti Linda í Hress og stelpurnar hennar hita upp
kl. 13.40 10 km ræstir
kl. 13.45 Hvatningarávarp – Jóna Hrönn Bolladóttir prestur í Garðabæ
kl. 13.50 Upphitun heldur áfram
kl. 13.55 Stutt ávarp frá ÍSÍ
kl. 14.00 Hlaupið ræst


kl. 14.30 Teygjur eftir hlaup
kl. 14.40 Zumba danshópur sýnir listir sínar I
kl. 14.45 Ávarp - Hildur Harðardóttir yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans, stjórnarmaður í Styrktarfélaginu LÍF
kl. 14.50 Úthlutun úr 19. júní sjóði
kl. 14.55 Meiri teygjur
kl. 15.00 Zumba dans II
kl. 15.05 Elsti þátttakandinn heiðraður
kl:15:10 Ennþá meiri teygjur
kl:15:20 Dagskrárlok (eða fyrr eftir aðstæðum)