Jazzhátíðin vel sótt
Fjölmargir lögðu leið sína á tónleika á Jazzhátíð Garðabæjar dagana 19.-22. maí sl. Hátíðin sem nú var haldin í sjötta sinn bauð upp á fjölbreytta dagskrá með tónleikum í hátíðarsal FG, Jónshúsi og safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Jazzhátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar með liðsinni Íslandsbanka í Garðabæ sem er aðalstuðningsaðili hátíðarinnar. Listrænn stjórnandi frá upphafi er Sigurður Flosason sem enn á ný setti saman áhugaverða dagskrá við allra hæfi. Á hátíðinni komu fram reyndir sem óreyndari listamenn sem margir hverjir eiga rætur sínar að rekja til Garðabæjar. Einnig var boðið upp á þekkta erlenda listamenn þá Kazumi Watanabe á gítar á opnunarkvöldinu og Daninn Nikolaj Bentzen lék á píanó fyrir fullu húsi á laugardagskvöldinu.
Sjá myndasyrpu frá hátíðinni hér á vef Garðabæjar.