13. maí 2011

Jazzhátíð og vortónleikar

Tónlistarlífið í Garðabæ verður með miklum blóma í næstu viku þegar hægt verður að sækja tónleika ýmist í Garðabæ eða með garðbæskum tónlistarmönnun á hverju kvöldi frá þriðjudegi til sunnudags.
  • Séð yfir Garðabæ

Tónlistarlífið í Garðabæ verður með miklum blóma í næstu viku þegar hægt verður að sækja tónleika ýmist í Garðabæ eða með garðbæskum tónlistarmönnun á hverju kvöldi frá þriðjudegi til sunnudags.

Kvennakór Garðabæjar hefur veisluna með vortónleikum á þriðjudagskvöldinu sem haldnir verða í Guðríðarkirkju í Reykjavík. Á miðvikudeginum verða svo vortónleikar Gospelkórs Jóns Vídalín  sem verða haldnir í hátíðarsal FG.

Jazzhátíð Garðabæjar

Jazzhátíð Garðabæjar hefst á fimmtudeginum 19. maí með veglegum upphafstónleikum í hátíðarsal FG. Hátíðin stendur yfir dagana 19.-22. maí og verður boðið upp á tónleika alla dagana. Jazzhátíð Garðabæjar hefur verið árviss viðburður í menningarlífi Garðabæjar frá árinu 2006. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar.

 Á jazzhátíðinni hefur ávallt leitast við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi með bestu jazztónlistarmönnum landsins sem margir hverjir eiga rætur sínar að rekja til Garðabæjar.