9. maí 2011

Hlaupa fyrir góðan málstað

Félagar í Hjálparsveit skáta í Garðabæ ætla að hlaupa boðhlaup frá Jötunheimum í Garðabæ til Hellu, á landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem verður haldið þar 13. og 14. maí.
  • Séð yfir Garðabæ

Félagar í Hjálparsveit skáta í Garðabæ ætla að hlaupa boðhlaup frá Jötunheimum í Garðabæ til Hellu, á landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem verður haldið þar 13. og 14. maí. Leiðin er 94 kílómetrar og er áætlað að hlaupið verði í 10-12 klukkutíma. Samhliða ætla nokkrir félagar að hjóla þessa sömu leið.

 

Hlaupið hefst í Garðabæ um miðnætti á fimtudagskvöldið og er áætlað að koma á Hellu um hádegi á föstudeginum.



Með hlaupinu hyggst sveitin safna áheitum, þar sem hægt verður að heita á hvern hlaupinn eða hjólaðan kílómetra, eða á hópinn í heild sinni. Tilgangurinn er að safna fyrir fjölskyldu ungs Garðbæings sem greindist með alvarlegan sjúkdóm í upphafi þessa árs, en afi drengsins var stofnandi Hjálparsveitar skáta í Garðabæ.



Upplýsingar um hlaupna og hjólaða kílómetra verða birtar á vef Hjálparsveitarinnar strax að hlaupinu loknu. Þar eru einnig upplýsingar um reikningsnúmer sem leggja má áheitin inn á.