5. maí 2011

Fjölbreytt vorsýning í Jónshúsi

Vorsýning félags- og íþróttastarfs eldri borgara í Garðabæ var sett í Jónshúsi í dag, fimmtudag, að viðstöddu fjölmenni.
  • Séð yfir Garðabæ

Vorsýning félags- og íþróttastarfs eldri borgara í Garðabæ var sett í Jónshúsi í dag, fimmtudag, að viðstöddu fjölmenni. Ingibjörg Hauksdóttir, formaður nefndar um málefni eldri borgara opnaði sýninguna. Eftir það tóku við fjórir félagar úr Vox populi sem sungu nokkur lög úr Söngperlum 2.

 

Á sýningunni er fjölbreytt handverk sem þátttakendur í félagsstarfinu hafa unnið í vetur, málverk, bútasaumur, tré- og silfursmíði svo eitthvað sé nefnt.

 

Sýningin verður opin næstu tvo daga og eru allir velkomnir. Á morgun, föstudag 6. maí kemur Garðakórinn fram kl. 14.30 og syngur undir stjórn Jóhanss Baldvinssonar. Á laugardaginn kl. 13.30 sýnir linudanshópur undir stjórn Lizy Steinsson.

 

Báða dagana verður hægt að kaupa kaffiveitingar fyrir vægt verð.

 

Auglýsing með dagskrá sýningarinnar.

 Frá vorsýningu félagsstarfs eldri borgara í Garðabæ 2011

Frá vorsýningu félagsstarfs eldri borgara í Garðabæ 2011

Frá vorsýningu félagsstarfs eldri borgara í Garðabæ 2011