5. maí 2011

Ólöf ráðin skólastjóri

Bæjarráð hefur samþykkt að ráða Ólöfu S. Sigurðardóttur í starf skólastjóra Flataskóla
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarráð hefur samþykkt að ráða Ólöfu S. Sigurðardóttur í starf skólastjóra Flataskóla.

 

Ólöf hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri Sjálandsskóla frá árinu 2006 en er í námsleyfi í vetur. Veturinn 2005-2006 starfaði hún sem umsjónarkennari í Sjálandsskóla en áður hafði hún starfað við kennslu og deildarstjórn í Flataskóla frá árinu 1992. Ólöf þekkir því vel til Flataskóla og skólasamfélagsins i Garðabæ.

 

Ólöf lýkur M.Ed gráðu í stjórnun menntastofnana við Menntavísindasvið H.Í. í júní á þessu ári. Hún vinnur nú að meistararitgerð um viðhorf og væntingar foreldra barna í 1. bekk í Garðabæ til valfrelsis um skóla.

 

Alls sóttu 15 manns um starf skólastjóra Flataskóla.

 

Ólöf S. Sigurðardóttir

Ólöf S. Sigurðardóttir