27. apr. 2011

Fengu hjálma að gjöf

Börn í fyrsta bekk í Sjálandsskóla fengu nýja reiðhjólahjálma að gjöf í dag. Gjöfin er upphaf árvisss viðburðar á vegum Kiwanishreyfingarinnar og Eimskipafélags Íslands sem hefur það að markmiði að stuðla að umferðaröryggi yngstu
  • Séð yfir Garðabæ

Börn í fyrsta bekk í Sjálandsskóla fengu nýja reiðhjólahjálma að gjöf í dag. Gjöfin er upphaf árvisss viðburðar á vegum Kiwanishreyfingarinnar og Eimskipafélags Íslands sem hefur það að markmiði að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins. Í því skyni hafa félögin gefið öllum börnum í 1. bekk á landinu reiðhjólahjálma á undanförnum árum.

Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar“, en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti.  Verkefnið hófst í dag á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn. Þangða var boðið börnum úr fyrsta bekk úr nokkrum skólum af höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. Sjálandsskóla sem veittu fyrstu hjálmunum viðtöku. Einning mættu á svæðið félagar út hljómsveitinni Pollapönk ásamt lögreglumönnum sem komu og sýndu börnunum mótorhjól sín og fóru yfir helstu umferðareglur.

Á næstu dögum og vikum mun Kiwaninshreyfingin fara í alla grunnskóla landsins og afhenda börnum í 1. bekk grunnskóla hjálma. Þá verða m.a. heimsótt börn í 1. bekk í Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þess má geta að alls hafa verið gefnir hátt í 30 þúsund hjálmar í þau sjö ár sem verkefnið hefur staðið yfir.

Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt.

Umfjöllun um verkefnið á vef Eimskips

 

Börn úr Sjálandsskóla fengu afhenta reiðhjólahjálma frá Kiwanis og Eimskip 27. apríl 2011