29. apr. 2011

Hvatningarsjóður fyrir unga listamenn

Nýverið auglýsti menningar- og safnanefnd Garðabæjar eftir umsóknum um styrki úr Hvatningarsjóði fyrir unga listamenn. Ungir listamenn í Garðabæ á aldrinum 15-25 ára geta sótt um styrk í Hvatningarsjóðinn.
  • Séð yfir Garðabæ

Nýverið auglýsti menningar- og safnanefnd Garðabæjar eftir umsóknum um styrki úr Hvatningarsjóði fyrir unga listamenn. Ungir listamenn í Garðabæ á aldrinum 15-25 ára geta sótt um styrk í Hvatningarsjóðinn. Einstaklingar og hópar geta sótt um styrk til hvers kyns listviðburða, þátttöku í námskeiðahaldi, þátttöku í sýningum, þátttöku í hátíðum o.fl. sem fer fram á árinu og næsta ári. Tekið verður sérstaklega tillit til verkefna/viðburða sem fara fram í Garðabæ og eru til þess fallnir að efla menningarlíf bæjarins. 

 

Nánari upplýsingar og eyðublöð um hvatningarsjóðinn má finna hér á heimasíðunni.  Athugið að umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 4. maí nk.

 

Bæjarlistamaður Garðabæjar

Einnig er vakin athygli á auglýsingu þar sem óskað er eftir ábendingum um hver skuli vera tilnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2011.  Öllum er frjálst að senda inn ábendingar þar um og hér á heimasíðunni er hægt að senda slíkar ábendingar rafrænt eða með venjulegum pósti sjá nánari upplýsingar hér.   Senda má inn ábendingar til og með miðvikudagsins 4. maí nk.