20. apr. 2011

Sumarnámskeið fyrir börn

Upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn í Garðabæ eru nú aðgengilegar á vef Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn í Garðabæ eru nú aðgengilegar á vef Garðabæjar.

Ungmennafélagið Stjarnan, Skátafélagið Vífill og Reiðskóli Andvara bjóða upp á heilsdags námskeið fyrir börn frá 5 og 6 ára aldri. Golfklúbburinn GKG er með golfleikjanámskeið sem hægt er að sækja annað hvort fyrir eða eftir hádegi og Leikfélagið Draumar býður upp á hálfs dags söngleikjanámskeið.

 

Skólagarðar verða starfræktir í Silfurtúni en þeir eru opnir frá 8-16. Unglingar á aldrinum 14-16 ára geta skráð sig í Vinnuskóla Garðabæjar sem starfar í júní og júlí.

 

Einnig má benda á sumarlestur Bókasafnsins sem er til þess fallinn að halda við og bæta lestrarfærni barna yfir sumartímann og hin vinsælu sundnámskeið á vegum sunddeildar Stjörnunnar.

 

Þeir sem vilja koma upplýsingum um sumarstarf fyrir börn og ungmenni á framfæri á vefnum geta sent tölvupóst í netfangið: gardabaer@gardabaer.is

 

Sumarstarf fyrir börn í Garðabæ 2011