15. apr. 2011

Sumardagurinn fyrsti

Hátíðardagskrá verður í Garðabæ á sumardaginn fyrsta. Skátamessa, skrúðganga, skemmtiatriði og kökuhlaðborð
  • Séð yfir Garðabæ

Skátafélagið Vífill hefur umsjón með hátíðarhöldum á sumardeginum fyrsta í Garðabæ sem í ár ber upp á skírdag, 21. apríl.

Dagurinn hefst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13. Þar endurnýja skátar heit sín og ýmsar viðurkenningar eru veittar.

Að messu lokinni verður gengið í skrúðgöngu frá Vídalínskirkju að Hofsstaðaskóla. Skátaforingjar úr Vífli sjá um fánaborg og Blásarsveit Garðabæjar um göngutakt og undirleik.

Við Hofsstaðaskóla leikur Blásarasveitin nokkur lög og að því loknu hefst fjölbreytt skemmtidagskrá. 

Árleg kaffisala Vífils og hið víðfræga tertuhlaðborð verður í Hofsstaðaskóla.

Nánari upplýsingar.