11. apr. 2011

Mál til komið að lesa

Í leikskólum Garðabæjar hefur undanfarna tvo vetur verið unnið að sameiginlegu þróunarverkefni undir heitinu Mál til komið að lesa. Það miðar að því að auka orðaforða barna með því að eiga meið þeim markvissar sögu- og samræðustundir
  • Séð yfir Garðabæ

Í leikskólum Garðabæjar hefur  undanfarna tvo vetur verið unnið að sameiginlegu þróunarverkefni undir heitinu Mál til komið að lesa. Það miðar að því að auka orðaforða barna með því að eiga meið þeim markvissar sögu- og samræðustundir. Verkefnið fékk styrk úr Sprotasjóði menntamálaráðuneytisins árin 2010-2012.

 

Afrakstur verkefnisins hefur nú verið birtur á vef Garðabæjar þar sem bæði leikskólastarfsmenn og foreldrar geta náð sér í fróðleik og dæmi um markvissar sögustundir.

 

Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að þróa markvissar sögu- og samræðustundir í leikskólum Garðabæjar. Þeim er ætlað að stuðla að auknum hlustunar- og málskilningi barna, auka orðaforða þeirra, hugtakaskilning og tjáningu. Hins vegar er markmið verkefnisins að fræða foreldra leikskólabarna og styðja í hlutverki sínu í málörvun barna. Verkefnið fellur því að lestrarkennslu og læsi í víðum skilningi.