7. apr. 2011

Umræður um menningarmál

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stóð fyrir opnum fundi um menningarmál mánudagskvöldið 4. apríl sl. í samkomuhúsinu á Garðaholti. Fundurinn var haldinn í því skyni að fá fram hugmyndir og skoðanir bæjarbúa á menningarmálum í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stóð fyrir opnum fundi um menningarmál mánudagskvöldið 4. apríl sl. í samkomuhúsinu á Garðaholti.  Fundurinn var haldinn í því skyni að fá fram hugmyndir og skoðanir bæjarbúa á menningarmálum í Garðabæ.  Um tuttugu manns sóttu fundinn.  Fundarstjóri var Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður menningar- og safnanefndar. 

 


Í byrjun fundar var stutt kynning á menningarmálum þar sem sagt var frá helstu viðburðum í bænum og starfssemi safna og ýmissa félaga.  Að því loknu var fundargestum boðið að taka þátt í umræðum í litlum hópum þar sem leitast var svara við spurningum um hvað við gætum gert til að efla menningu í bænum og hvert menn vilja stefna til framtíðar.  Margir góðir punktar komu fram í þessum umræðum og þar má nefna umræður um staðsetningu Náttúrugripasafns, framtíð Vífilsstaða,  styrki til listamanna, aðstöðu fyrir myndlistamenn, tónleikahald, framlög til menningarmála, Jónsmessugleði, samkomustaði fyrir fólk og margt fleira.  Unnið verður úr niðurstöðum fundarins og samantekt birt á heimasíðu Garðabæjar.   Niðurstöður fundarins munu nýtast vel fyrir menningar- og safnanefnd til að vinna áfram að því að efla menningarlíf í Garðabæ.