6. apr. 2011

Flatóvision 2011

Sigurvegarar Flatóvision keppninnar í ár voru nemendur í fimmta bekk sem fluttu lagið Jungle drum, eftir Emeliönu Torrini. Flatóvision hátíðin var nú haldin í þriðja sinn en á henni er valið framlag skólans í Schoolovision,
  • Séð yfir Garðabæ

Sigurvegarar Flatóvision keppninnar í ár voru nemendur í fimmta bekk sem fluttu lagið Jungle drum, eftir Emeliönu Torrini. Flatóvision hátíðin var nú haldin í þriðja sinn en á henni er valið framlag skólans í Schoolovision, sem er eTwinning samskiptaverkefni sem skólinn er þátttakandi í.

 

Sjö atriði voru flutt á Flatovision í þetta sinn en miðað er við að tvö atriði komi frá hverjum árgangi. Dagana fyrir keppnina höfðu nemendur lagt mikið á sig við æfingar sem fóru fram í öllum skúmaskotum skólans. Ekki dró það úr spennunni að í dómnefndinni sat að þessu sinni hinn eini sanni Páll Óskar! Fyrir utan hann voru tveir kennarar úr skólanum og tveir nemendur úr Garðaskóla valdir sem dómarar.

 

Gaman er að geta þess Flataskóli sigraði í Schoolovision í fyrra.

 

Hægt er að horfa á myndband frá Flatóvision 2011 á YouTube.

 

Samskiptaverkefnið eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamstarf í Evrópu og heyrir undir Comeniusarhluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins. Flataskóli hefur unnið nokkur verkefni á vegum eTwinning eins og lesa má um á vef skólans.

 

Á vef Flataskóla eru líka fjölmargar myndir frá hátíðinni og æfingum fyrir hana.