18. mar. 2011

HönnunarMars í Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars með sýningu á verkum Hrafnhildar Arnardóttur eða Shoplifter sem hefst fimmtudaginn 24. mars næstkomandi.
  • Séð yfir Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars með sýningu á verkum Hrafnhildar Arnardóttur eða Shoplifter sem hefst fimmtudaginn 24. mars næstkomandi.

Hrafnhildur er myndlistarmaður og hefur búið í New York síðustu 17 árin þar sem hún hefur skapað sér nafn fyrir innsetningar sínar úr hári og ýmsa fylgihluti og fatnað sem hún hefur hannað í samstarfi við listamenn, hönnuði og stílista. Hrafnhildur var nýlega var heiðruð fyrir verk sín þegar hún hlaut hin virtu norrænu textílverðlaun sem verða veitt í Svíþjóð síðar á þessu ári.

Afrakstur námsstefnu sýndur

Dagana 21. - 28. mars verður sýning í anddyri IKEA á frumgerðum sextíu hönnuða sem sýna hugmyndir sínar og útfærslur á borðinu LACK sem þeir unnu á námsstefnu með Siggu Heimis iðnhönnuði. Borðinu var m.a. breytt í tösku, sleða og leikhús. Sigga Heimis er einn af aðalhönnuðum IKEA á þessum áratug sem er að líða en verk hennar voru nýlega sýnd í Hönnunarsafni Íslands.

Um er að ræða samstarfsverkefni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, IKEA og Hönnunarsafns Íslands.

Vefur Hönnunarsafns Íslands

Dagskrá HönnunarMars 2011