3. mar. 2011

Tilnefnt til menningarverðlauna

Fimleikahúsið á Ásgarði var ein af fimm byggingum sem voru tilnefndar til menningarverðlauna DV sem voru afhent í vikunni. Það var Sundlaugin á Hofsósi sem hlaut verðlaunin en að auki voru tilnefnd:
  • Séð yfir Garðabæ

Fimleikahúsið á Ásgarði var ein af fimm byggingum sem voru tilnefndar til menningarverðlauna DV sem voru afhent í vikunni. Það var Sundlaugin á Hofsósi sem hlaut verðlaunin en að auki voru tilnefnd:  Hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut, Sumarhús í Borgarfirði og Háskólinn á Akureyri.

Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a. um fimleikahúsið: "Hér er vel leyst að tengja saman mismunandi stærðir eldri og nýrri byggingahluta. Vandmeðfarið er að laga íþróttamannvirki vel að umhverfinu vegna stærðar. Þessu er náð með því að grafa fimleikasal niður og liggur hann því lágreistur í umhverfinu." Rökstuðninginn í heild sinni má lesa á vef DV.

Arkitektar fimleikahússins eru arkitektastofan Arkitektur.is.