24. feb. 2011

Stóðu sig vel í Lífshlaupinu

Bæjarskrifstofur Garðabæjar enduðu í 9. sæti í Lífshlaupinu 2011 í flokki vinnustaða með 30-69 starfsmenn. Starfsmenn skrifstofanna skráðu hreyfingu í samtals 43.972 mínútur þá daga sem Lífshlaupið stóð yfir.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarskrifstofur Garðabæjar enduðu í 9. sæti í Lífshlaupinu 2011 í flokki vinnustaða með 30-69 starfsmenn. Starfsmenn skrifstofanna skráðu hreyfingu í samtals 43.972 mínútur þá daga sem Lífshlaupið stóð yfir. Sjálandsskóli lenti í 15. sæti í sama flokki en alls voru 99 vinnustaðir skráðir til leiks í honum.

Ganga er vinsælasta hreyfingin hjá starfsmönnum bæjarskrifstofanna samkvæmt skráningunni í Lífshlaupinu og líkamsrækt kemur þar á eftir. Starfsmenn Sjálandsskóla eru líka duglegir að ganga en skíðaíþróttin er í öðru sæti hjá þeim.

Samkvæmt reglum Lífshlaupsins mega mest vera 10 í hverju liði og því skiptu starfsmenn bæjarskrifstofanna sér í fimm lið sem háðu einnig harða innbyrðis baráttu. Liðsstjóri fer fyrir hverju liði og sjá þeir um að skrá hreyfingu sinna manna og um að hvetja þá til dáða. Liðið sem kallaði sig Þristana fór með sigur af hólmi í innanhússkeppninni og fékk vegleg verðlaun fyrir eins og sést á myndinni.

Hægt er að skoða úrslit í öllum flokkum á vef Lífshlaupsins.