17. feb. 2011

Fjölmennt fimleikamót í Ásgarði

Íslandsmeistaramót unglinga í hópfimleikum verður haldið um helgina í nýja fimleikahúsinu í Ásgarði. Þetta er stærsta fimleikamót sem hér hefur verið haldið.
  • Séð yfir Garðabæ

Íslandsmeistaramót unglinga í hópfimleikum verður haldið um helgina í nýja fimleikahúsinu í Ásgarði. Þetta er stærsta fimleikamót sem hér hefur verið haldið. Til leiks eru skráð 60 lið eða um 700 keppendur sem keppa í fimm flokkum. Stjarnan hefur umsjón með mótinu.

 

Mótið hefst á föstudaginn kl. 19.00 með keppni í 1. og 2. flokki en í þeim flokkum er keppt eftir reglum team gym.
Á laugardag og sunnudag verður svo keppt eftir landsreglum í 3.-5. flokki.

Dagskrá mótsins:
1. hluti – föstudagur 18. febrúar
Keppni í 1. og 2. flokk
Innmars 18:50
Verðlaunaafhending 20:50

2. hluti - laugardagur 19. febrúar
Keppni í 4. flokk
Innmars 11:15
Verðlaunaafhending 14:30

3. hluti – laugardagur 19. febrúar
Keppni í 3. flokk
Innmars 16:40
Verðlaunaafhending 18:25

4. hluti – sunnudagur 20. febrúar
Keppni í 5. flokki
Innmars 10:35
Verðlaunaafhending 13:45

Ítarlegri dagskrá er á vef Fimleikasambands Íslands.