3. feb. 2011

Nýtt skjalastjórnunarkerfi

Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði í gær samning um kaup á nýju skjalastjórnunarkerfi fyrir Ráðhús Garðbæjar frá fyrirtækinu OneSystems.
  • Séð yfir Garðabæ

Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði í gær samning um kaup á nýju skjalastjórnunarkerfi fyrir ráðhús Garðbæjar frá fyrirtækinu OneSystems.

Auk skjalakerfisins felur samningurinn í sér kaup á nokkrum kerfiseiningum sem halda utan um ferla og skjöl fyrir mismunandi svið bæjarins. Fyrsta kerfið frá OneSystems hefur þegar verið tekið í notkun á fjölskyldusviði en það heldur utan um mál sem varða þjónustu við fólk með fötlun.

Aðrar einingar munu m.a. halda utan um mál á sviði byggingarfulltrúa, félagsþjónustu og skólamála. Einnig var samið um kaup á nýrri íbúagátt sem mun leysa Minn Garðabæ af hólmi, í þeirri mynd sem hann er núna. Með nýju kerfunum verður tölvuumhverfi sveitarfélagsins einfaldað til muna sem þýðir aukið hagræði í rekstri og markvissari vinnubrögð við vistun skjala.

OneSystems er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun skjala- og málalausna fyrir sveitarfélög og opinberar stofnanir.

Kerfin byggja á Microsoft stýrikerfum og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi og rekjanleika.