25. feb. 2014

Tilnefndur til Menntaverðlauna atvinnulífsins

Leikskólinn Sjáland í Garðabæ er tilnefndur til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014 í flokknum Menntasproti ársins.
  • Séð yfir Garðabæ

Leikskólinn Sjáland í Garðabæ er tilnefndur til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014 í flokknum Menntasproti ársins.

Í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins segir að fyrirtækin sem séu tilnefnd hafi öll í rekstri sínum lagt aukna áherslu á fræðslu- og menntamál. Þar segir jafnframt: "Við mat á tilnefningum var skoðað hvort farnar hafi verið nýjar leiðir við eflingu menntunar innan fyrirtækjanna og þátttöku starfsmanna í fræðslustarfinu."

Tækifærin liggja í mannauðnum

Ída Björg Unnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Sjálandi segir að sú ákvörðun hafi verið tekin á árinu 2013 að fara nýjar leiðir og efla menntun innan veggja skólans. "Sú stefna sem var tekin var að skoða mannauð skólans, því þar liggja tækifæri til aukinnar fagmennsku og öflugra starfs. Í dag eru 13 starfsmenn í námi og leggur skólinn sig fram við að hvetja þá og styrkja eftir fremsta megni til dæmis með sveigjanleika í vinnutíma," segir Ída.

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fyrsta sinn á Menntadegi atvinnulífsins, mánudaginn 3. mars á Hilton Reykjavík Nordica.

Sjá frétt á vef Samtaka atvinnulífsins