Ánægðir með bæinn sinn
Garðbæingar eru almennt ánægðir með Garðabæ og þjónustu bæjarins skv. könnun sem Capacent Gallup gerði á síðasta ári. Könnunin var gerð í október 2010 á meðal fólks um land allt og var það spurt um viðhorf sitt til síns sveitarfélags og þjónustu þess. Garðabær fær hæstu einkunn sveitarfélaga í svörum við 4 spurningum af 11 og er í öðru sæti í svörum við öðrum 4. Einkunn Garðabæjar er í öllum tilfellum fyrir ofan meðallag.
Um 93% Garðbæinga segjast ánægðir með Garðabæ sem stað til að búa á og fær Garðabær hæstu einkunn sveitarfélaga í svörum við þeirri spurningu. 82% Garðbæinga eru ánægð með þjónustu bæjarins á heildina litið og lendir Garðabær í 2. sæti í svörum við þessari spurningu.
Garðabær er í fararbroddi þegar kemur að þjónustu leik- og grunnskóla og þjónustu á bæjarskrifstofum en hann lendir í efsta sæti þegar spurt er um þessa þætti.
Fólki gafst einnig tækifæri til að koma ábendingum á framfæri í svari við opinni spurningu og nýtt fjölmargir sér þann kost.
Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar.