14. jan. 2011

Heiðruð fyrir 25 ára starf

Öllum starfsmönnum sem starfað hafa í 25 ár eða lengur hjá Garðabæ var boðið til móttöku í Garðaholti í gær þar sem þeim var afhent bókagjöf fyrir góð störf í aldarfjórðung
  • Séð yfir Garðabæ

Öllum starfsmönnum sem starfað hafa í 25 ár eða lengur hjá Garðabæ var boðið til móttöku í Garðaholti í gær þar sem þeim var afhent bókagjöf fyrir góð störf í aldarfjórðung. Í ávarpi við þetta tilefni þakkaði Gunnar Einarsson bæjarstjóri þessum tryggu starfsmönnum fyrir störf sín í gegnum tíðina og sagði m.a. að sér reiknaðist til að þeir hefðu varið a.m.k. 45 þúsund klukkustundum í störfum fyrir Garðabæ. Gunnar sagðist líta svo á að menn yrðu betri starfsmenn með aldrinum og að starfsfólkið hefði með nærveru sinni og störfum átt drjúgan þátt í að skapa bæjarbraginn í Garðabæ.

Anna María Björnsdóttir, ung og efnileg söngkona úr Garðabæ og nemi í Tónlistarskóla FÍH tók nokkur lög fyrir gesti en meðal gesta á samkomunni voru nokkrir fyrrverandi kennarar hennar.

Hópmynd af þeim sem fengu gjafir fyrir 25 ára störf í móttöku í janúar 2011

Starfsmennirnir sem voru heiðraðir í móttökunni eru:

Nafn

Stofnun

Aðalbjörg Stefánsdóttir

Ásgarður

Agnar W Ástráðsson

Bæjarsk

Alma Hákonardóttir

Bæjarsk

Anna María Bjarnadóttir

Garðask

Anna Sigríður Pálsdóttir

Flatask

Ásta Bára Jónsdóttir

Flatask

Elín Birna Guðmundsdóttir

Flatask

Guðjón Erling Friðriksson

Bæjarsk

Gunnar Richardsson

Garðalundur

Gústaf Jónsson

Bæjarsk

Halla Hrafnkelsdóttir

Garðask

Helga María Ólafsdóttir

Garðask

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hæðarból

Jóhanna Sigmundsdóttir

Ásgarður

Jónína Ólafsdóttir

Ásgarður

Jónína Þórarinsdóttir

Bæjarból

Katrín Sæmundsdóttir

TONGAR

Kristrún Böðvarsdóttir

Garðask

Kristrún Sigurðardóttir

Hofsstaðask

Lilja Pétursdóttir

Kirkjuból

Magnús Guðjón Teitsson

Garðask

Oddný Hrönn Björgvinsdóttir

Bókasafn

Olga G Snorradóttir

Flatask

Ólafur Ágúst Gíslason

Garðask

Ragnheiður Stefánsdóttir

Bæjarsk

Sigrún Ragnarsdóttir

TONGAR

Sigurður Ottósson

Áhaldahús

Þorkell Jóhannsson

Garðask

Þórunn Brandsdóttir

Garðask

Þröstur Viðar Guðmundsson

Garðask